Hellti ávaxtalit í Strokk

Rauði liturinn gaf Strokki bleikan blæ.
Rauði liturinn gaf Strokki bleikan blæ. Ljósmynd/ facebook.com/pages/Marco-Evaristti

Marco Evarist­ti ber ábyrgðina á mynd­inni hér fyr­ir ofan sem sýn­ir Strokk gjósa bleik­um lit. Sitt sýn­ist hverj­um um uppá­tækiEvarist­ti og hef­ur hann þegar verið kærður til lög­reglu af land­eig­end­um við Geysi og er á leið til yf­ir­heyrslu þegar mbl.is nær af hon­um tali.

Evarist­ti, sem kveðst hafa hlotið mennt­un sína í Kon­ung­lega lista­há­skól­an­um í Kaup­manna­höfn, seg­ist gera eitt nátt­úru­lista­verk annað hvert ár og að hann hafi valið Ísland þetta árið vegna þess hversu tákn­ræn­ir hver­irn­ir hér á landi eru fyr­ir nátt­úr­una sem heild.

„Ég gerði það af því að ég er mál­ari, lands­lags­mál­ari en ég nota ekki striga held­ur mála ég beint á nátt­úr­una,“ seg­ir Evarist­ti um gjörn­ing­inn. Hann seg­ir að Íslend­ing­ar ættu að vera stolt­ir þegar þeir líta verk hans aug­um enda hafi eng­inn séð ís­lenska nátt­úru í þess­ari mynd áður.

Bað ekki um leyfi

„Ég bið ekki um leyfi því ég trúi því ekki að nátt­úr­an til­heyri nein­um. Ég er maður mál­frels­is og mér finnst að nátt­úr­an til­heyri ekki nein­um ein­um held­ur öll­um,“ seg­irEvarist­ti.

Aðspurður neit­ar hann því að hann hafi með gjörðum sín­um ein­mitt tekið eign­ar­valdið í eig­in hend­ur og eyðilagt nátt­úru­verðmæti fyr­ir öðrum. Í gjörn­ing­inn notaði hann fimm lítra af rauðum ávaxtalit sem vana­lega er notaður í mat­vöru og seg­ist hann hafa vott­orð frá eit­ur­efna­eft­ir­liti Dan­merk­ur um að lit­ur­inn sé ekki skaðleg­ur nátt­úr­unni og að hann hverfi af sjálfu sér.

„Ég var þarna klukk­an kort­er yfir fjög­ur í morg­un og beið eft­ir því að sól­in kæmi upp. Ég fram­kvæmdi gjörn­ing­inn klukk­an 05:25 að morgni og eng­inn var á staðnum í þá tvo tíma sem þetta tók.“

Fer í fang­elsi í Nor­egi

Í fyrra málaði Evarist­ti fros­inn foss í Nor­egi með rauðum mat­ar­lit og mun hann þurfa að afplána 15 daga í fang­elsi af þeim sök­um.  „Ég gæti borgað mjög lága sekt en ég trúi því að það sem ég gerði hafi átt rétt á sér og þess vegna tek ég refs­ing­unni,“ seg­ir Evarist­ti sem kveðst einnig til­bú­inn að taka þeirri refs­ingu sem gjörn­ing­ur hans við Strokk gæti haft í för með sér.

„Ég má skreyta móður nátt­úru. Ef ég elska konu gef ég henni dem­ants­hring, það er fal­legt að skreyta fing­ur henn­ar því ég elska hana. Og þess vegna skreyti ég nátt­úr­una, því ég elska hana,“ seg­ir hann og held­ur áfram.

„Rauði lit­ur­inn er tákn lífs­ins og ástar­inn­ar. Hjartað er rautt og blóðið er rautt og það er þess vegna sem við erum til. Ástin er mjög mik­il­væg og þetta er ástar­játn­ing mín til nátt­úr­unn­ar.“

Evarist­ti verður fimm­tug­ur á morg­un og seg­ir hann gjörn­ing­inn á viss­an hátt hafa verið gjöf til síns sjálfs.

„Þetta er fal­leg­asta gjöf sem ég hefði getað gefið sjálf­um mér. Ástar­játn­ing mín til Íslands.“

Marco var einn við Strokk þegar hann gaus bleikum lit.
Marco var einn við Strokk þegar hann gaus bleik­um lit. Ljós­mynd/ face­book.com/​pages/​Marco-Evarist­ti
Marco segir litinn ekki skaðlegan náttúrunni.
Marco seg­ir lit­inn ekki skaðleg­an nátt­úr­unni. Ljós­mynd/ face­book.com/​pages/​Marco-Evarist­ti
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert