Um helmingur látinna var í belti

Fimm bana­slys hafa orðið í um­ferðinni á þessu ári. Í tveim­ur til­vik­um var um að ræða farþega sem ekki voru í bíl­belti og köstuðust þeir báðir út úr bíl­un­um. Báðir farþeg­arn­ir voru er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar, ann­ar ferðamaður en hinn bú­sett­ur hér á landi.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Sam­göngu­stofu virðist þeim sem nota bíl­belti hér á landi ekki hafa fækkað á síðustu árum, ef marka má viðhorfs­könn­un sem gerð var á akst­urs­hegðun al­menn­ings. Af þeim 35 sem látið hafa lífið í bif­reiðum síðustu fimm ár voru 19 í belti, eða um 54%.

Í um­ferðar­könn­un sem gerð var árið 2013 kom í ljós að al­menn belta­notk­un á Íslandi virðist vera um 86% í inn­an­bæjarakstri og styður viðhorfs­könn­un­in það. Belta­notk­un í ut­an­bæjarakstri virðist vera tals­vert meiri en inn­an­bæjar, eða um 95%. Erfitt er að segja til um hvort al­geng­ara sé að er­lend­ir ferðamenn eða er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar noti ekki bíl­belti.

Hring­braut, þjóðveg­ur 1 og Bisk­upstugna­braut

Fyrsta bana­slysið á þessu ári varð við gatna­mót Naut­hóls­veg­ar og Hring­braut­ar. Karl­maður á átt­ræðis­aldri ók bif­reið sinni upp á um­ferðareyju og staðnæmd­ist á kant­steini. Slysið varð sunnu­dag­inn 15. fe­brú­ar en lést hann af sár­um sín­um 19. fe­brú­ar.

Frétt mbl.is: Bana­slys varð við Hring­braut

Bana­slys varð á þjóðvegi 1 í Eld­hrauni 27. mars sl. þegar ökumaður jepp­lings missti stjórn á bif­reið sinni með þeim af­leiðing­um að hún fór út af veg­in­um og valt. Farþeg­inn lenti und­ir bif­reiðinni og lést sam­stund­is. Um var að ræða unga konu frá Hong Kong. Í bíln­um voru tveir er­lend­ir ferðamenn; ökumaður og farþegi.

Frétt mbl.is: Hin látna var frá Hong Kong

Þriðja bana­slysið varð á Bisk­upstungna­braut 9. apríl sl. Karl­maður frá Rúm­en­íu, sem bú­sett­ur var hér á landi, var farþegi í far­ang­urs­rými bif­reiðar­inn­ar sem er skut­bíll. Kastaðist hann út úr bíln­um og stöðvaðist bif­reiðin ofan á hon­um.

Frétt mbl.is: Karl­maður­inn var frá Rúm­en­íu

Fjórða bana­slysið varð einnig á Bisk­upstungna­braut, 21. apríl. sl. Um var að ræða ís­lensk­an karl­mann á sjö­tugs­aldri. Tveim­ur bíln­um var ekið í gagn­stæðar átt­ir og var karl­maður­inn einn í bif­reið sinni þegar árekst­ur­inn varð. Er­lend hjón voru í hinum bíln­um og sluppu þau lítið meidd. 

Frétt mbl.is: Nafn manns­ins sem lést

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka