Vilborg og Ingólfur óhult

Vilborg Arna með tind Everest í baksýn.
Vilborg Arna með tind Everest í baksýn. Ljósmynd/Vilborg Arna

Jarðskjálfti upp á 7,9 á 15 kílómetra dýpi skók Nepal í morgun og olli miklum skemmdum í höfuðborginni Katmandú. Fjöldamörg heimili og aðrar byggingar hafa hrunið og vegir hafa farið í tvennt vegna skjálftans.

Snjóflóð áttu sér stað í kjölfarið við Everestfjall. Fátt er um fréttir af svæðinu en fjallgöngumaðurinn Daniel Mazur hefur meðal annars sagt að grunnbúðirnar séu mikið skemmdar og þeir sem séu í fyrstu búðunum sitji þar fastir.

Skjálftinn átti sér stað klukkan 11:41 á staðartíma eða um klukkan sjö í morgun að íslenskum tíma.  

Tveir Íslendingar, Vilborg Arna Gissurardóttir og Ingólfur Ragnar Axelsson, eru við Everestfjall sem stendur. Fjölskylda og vinir Vilborgar og Ingólfs hafa staðfest á Facebook að þau séu bæði óhult eins og stendur í fyrstu búðum fjallsins og að þeim verði bjargað á næstu dögum. 

Vilborg Arna Gissurardóttir og allur hópurinn frá AC er safe í Camp 1. Við bíðum svo bara eftir frekari fréttum frá þeim.

Posted by Lara Gudrun Gunnarsdottir on Saturday, April 25, 2015

Both Ingo (Ingolfur Axelsson) and Vilborg Arna Gissurardóttir are alright on Everest. There was a major earthquake a few...

Posted by Bragi Rúnar Axelsson on Saturday, April 25, 2015
Uppfært 9:31

Á facebooksíðu Vilborgar kemur fram að hópurinn í fyrstu búðunum sé vel á sig kominn og hyggist enn klífa tindinn. Þau munu eyða næstu tveimur dögum í búðunum áður en haldið verður áfram með aðlögunarferðina og farið upp í næstu búðir.

Skv. upplýsingum sem voru að berast frá AC, liði Vilborgar, er allt í góðu með hópinn í Camp 1. Þau halda enn sem komið...

Posted by Vilborg Arna Gissurardóttir on Saturday, April 25, 2015
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert