Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi innanríkisráðherra, tók á ný sæti á Alþingi í dag. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, tilkynnti þetta við upphaf þingfundar.
Hanna Birna tók sér leyfi frá þingstörfum í kjölfar þess að hún sagði af sér sem innanríkisráðherra í nóvember vegna lekamálsins svokallaðs þar sem trúnaðargögnum um hælisleitanda var lekið úr ráðuneytinu til fjölmiðla. Ólöf Nordal tók í kjölfarið við ráðuneytinu.
Hanna Birna tilkynnti þingflokki sjálfstæðismanna í janúar að hún ætlaði að vera áfram í leyfi í nokkrar vikur enn.
Fréttir mbl.is:
„Í hennar höndum að koma aftur til þingsins“
Hanna Birna áfram í fríi frá þingi
Hanna Birna hæst ánægð með eftirmanninn
Hanna Birna hættir sem ráðherra