Sakar Hæstarétt um að spila með

Jón Ásgeir Jóhannesson við upphaf Baugsmálsins svonefnda árið 2007.
Jón Ásgeir Jóhannesson við upphaf Baugsmálsins svonefnda árið 2007. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Jón Ásgeir Jó­hann­es­son, kaup­sýslumaður, sak­ar Hæsta­rétt um að spila með í aðsendri grein sem hann rit­ar í Frétta­blaðið í dag. Hann er ákærður í Aur­um-mál­inu svo­kallaða en Hæstirétt­ur ómerkti í síðustu viku sýknu­dóm héraðsdóms og verður að taka það aft­ur fyr­ir í héraði.

Grein Jóns Ásgeirs  er birt á miðopnu Frétta­blaðsins þar sem Guðmund­ur Andri Thors­son rit­ar venju­lega pist­il á mánu­dög­um. Þar seg­ir Jón Ásgeir að um hafi verið að ræða full­kom­lega eðli­leg viðskipti sem embætti sér­staks sak­sókn­ara reyni að klæða í glæpa­bún­ing.

Kann 100 manna herlið sak­sókn­ara ekki á Google?

„Sú skýr­ing að sér­stak­ur sak­sókn­ari hafi ekki vitað af bræðratengsl­um Ólafs og Sverr­is Ólafs­sona fyr­ir meðferð máls­ins stenst ekki. Hver trú­ir því að 100 manna herlið sér­staks sak­sókn­ara kunni ekki á Google þar sem tengsl­in liggja fyr­ir? Hvaða hugs­an­lega ástæðu hafði héraðsdóm­ar­inn til þess að ljúga til um sam­skipti sín við sér­stak­an sak­sókn­ara? Skipt­ir ekki máli að bréf ligg­ur frammi í mál­inu frá meðdóm­ar­an­um sem styður frá­sögn héraðsdóm­ar­ans?“, skrif­ar Jón Ásgeir.

Til­gang­ur­inn að koma mér í fang­elsi hvað sem það kost­ar

„Ég hef mátt verja hend­ur mín­ar sem sak­born­ing­ur síðustu 13 ár. Eitt tek­ur við af öðru. Til­gang­ur­inn virðist vera sá að koma mér í fang­elsi hvað sem það kost­ar. Gerðar hafa verið ótal hús­leit­ir heima hjá mér og í fyr­ir­tækj­um sem tengj­ast mér. Rótað hef­ur verið í nær­buxna­skúffu minni, sím­inn minn hleraður og mik­il­væg­um gögn­um haldið und­an í dóms­mál­um. Og ekki hef­ur eig­in­kona mín verið lát­in í friði. Henn­ar sím­ar hafa verið hleraðir og hús­leit­ir gerðar í henn­ar fyr­ir­tækj­um án þess að hún hafi nokk­urn tíma á æv­inni fengið stöðu sak­born­ings. Sök henn­ar virðist sú ein að hafa gifst röng­um manni.

En niðurstaða miðviku­dags­ins er staðreynd. Enn á ný á að drösla mér niður í héraðsdóm, þar sem ákæru­valdið í land­inu fær frjáls­ar hend­ur til að færa fram sak­argift­ir sín­ar á hend­ur mér. Ákæru­valdið hef­ur eytt millj­örðum króna af fé ís­lenskra skatt­borg­ara síðustu 13 ár til þess eins að finna ein­hvern glæp, svo hægt sé að taka mig úr um­ferð. Ég er viss um að eft­ir 20 ár mun­um við fyr­ir­líta svona vinnu­brögð. En af hverju ger­ist þetta aft­ur og aft­ur? Fyr­ir mér er svarið ein­falt - kerfið sér jú um sína - og ver sig með kjafti og klóm.

Verst þykir mér samt að sjá að Hæstirétt­ur skuli spila með,“ skrif­ar Jón Ásgeir en eig­in­kona hans, sem hann vís­ar til, heit­ir Ingi­björg Pálma­dótt­ir og er aðal­eig­andi og stjórn­ar­formaður 365 miðla sem meðal ann­ars gefa út Frétta­blaðið.

Sýknu­dóm­ur yfir fyrr­ver­andi stjórn­end­um og eig­end­um Glitn­is í Aur­um-mál­inu svo­nefnda var ómerkt­ur í Hæsta­rétti þann 22. apríl. Féllst rétt­ur­inn á að meðdóm­andi í Héraðsdómi Reykja­vík­ur hafi verið van­hæf­ur vegna tengsla við sak­born­ing í Al Thani-mál­inu. Málið verður því í aft­ur tekið fyr­ir í héraðsdómi. 

Jón Ásgeir Jó­hann­es­son, Lár­us Weld­ing, Bjarni Jó­hann­es­son og Magnús Arn­ar Arn­gríms­son voru á síðasta ári sýknaðir í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í mál­inu en sak­sókn­ari krafðist þess að Hæstirétt­ur ómerkti dóm­inn vegna van­hæf­is meðdóm­anda. Meðdóm­and­inn, Sverr­ir Ólafs­son, er bróðir at­hafna­manns­ins Ólafs Ólafs­son­ar sem var sak­felld­ur í Al Thani-mál­inu í mars.

Í dómi Hæsta­rétt­ar kem­ur fram að um­mæli Sverr­is í fjöl­miðlum eft­ir að dóm­ur héraðsdóms féll gæfu til­efni til að draga með réttu í efa að hann hefði verið óhlut­dræg­ur í garð ákæru­valds­ins fyr­ir upp­kvaðningu héraðsdóms. Um­mæli Sverr­is voru eft­ir­far­andi:

„Ég trúi ekki í eina sek­úndu að sér­stak­ur sak­sókn­ari hafi ekki vitað af mín­um tengsl­um strax í upp­hafi. Ef hann vissi ekki af mín­um tengsl­um, þá ber það vott um af­skap­lega lé­leg og yf­ir­borðskennd vinnu­brögð. Mér finnst viðbrögð hans, sko, hæp­in og mér finnst þetta bera vott um ör­vænt­inga­full­ar og jafn­vel óheiðarleg­ar aðgerðir. Og hann gríp­ur til þeirra á erfiðum tím­um þegar að trú­verðug­leiki hans stofn­un­ar er eig­in­lega í mol­um.“

Í þessu ljósi taldi Hæstirétt­ur að ómerkja yrði dóm Héraðsdóms Reykja­vík­ur ásamt meðferð máls­ins frá upp­hafi aðalmeðferðar. Vísaði hann því aft­ur til Héraðsdóms Reykja­vík­ur til meðferðar.

Ákæra sér­staks sak­sókn­ara snýst um fé­lagið Aur­um Hold­ings Lim­ited sem áður hét Goldsmiths, Mapp­in & Wepp og WOS. Í mál­inu voru ákærðir þeir Lár­us, Jón Ásgeir, Magnús Arn­ar og Bjarni fyr­ir umboðssvik eða hlut­deild í umboðssvik­um vegna sex millj­arða króna lán­veit­ing­ar Glitn­is banka til fé­lags­ins FS38 í júlí 2008. Lánið var veitt til að fjár­magna að fullu kaup FS38 ehf. á 25,7% hlut Fons hf. í Aur­um Hold­ings Lim­ited.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert