Í dag er Morgunblaðið í nokkru stærra broti en lesendur þess eiga að venjast. Blaðið er nú í breiðsíðubroti, líkt og mörg erlend stórblöð.
Morgunblaðið kom reyndar út í stóru broti um nokkurra mánaða skeið frá því síðla árs 1919 og fram á árið 1920.
Þessi breyting á broti blaðsins mun einungis standa yfir í einn dag og á morgun geta lesendur vænst þess að fá Morgunblaðið sitt í venjulegri stærð.