Jón Pétur ráðinn skólastjóri Réttó

Jón Pétur Zimsen hefur verið ráðinn skólastjóri Réttarholtsskóla. Hann hefur …
Jón Pétur Zimsen hefur verið ráðinn skólastjóri Réttarholtsskóla. Hann hefur meðal annars stutt við starf skólans í skólahreysti sem og öðru félagslífi. Kristinn Ingvarsson

Jón Pétur Zimsen var í vikunni ráðinn skólastjóri í Réttarholtsskóla. Var ákvörðun um það tekin á fundi skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar á miðvikudaginn. Hann hefur starfað við Réttarholtsskóla frá 1998 og sem aðstoðarskólastjóri síðastliðin 8 ár.

Á dögunum vakti það athygli þegar mikill meirihluti nemenda undirritaði stuðningsyfirlýsingu við Jón Pétur, en 300 af um 350 nemendum skólans skrifuðu undir. Sagði Jón þá í samtali við mbl.is að hann væri klökkur yfir þessum viðbrögðum krakkanna.

Jón hefur undanfarið mikið komið að félagsmálum í skólanum, meðal annars Skólahreysti og sagði hann við mbl.is að skólamálin snúist ekki um að vera vinnustaður heldur sé þetta lífstíll sem fólk velji sér. Segist hann meðal annars hafa reynt að læra nöfn allra nemenda og ræða við þau í hléum til að missa ekki tenginguna við nemendur eftir að hann varð aðstoðarskólastjóri og hætti að kenna.

Réttarholtsskóli
Réttarholtsskóli Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert