Töluvert verk framundan

Vegir höfuðborgarsvæðisins eru margir í slæmu ástandi eftir veturinn.
Vegir höfuðborgarsvæðisins eru margir í slæmu ástandi eftir veturinn. mbl.is/Styrmir Kári

Ekki liggur fyrir hvenær malbikunarframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu hefjast. Að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, er búið að bjóða verkið út en enn er eftir að semja við verktaka.

Hann segir að hafist verði handa við framkvæmdirnar um leið og hægt er. „Verktakinn byrjar um leið og búið er að semja. En þetta fer líka eftir veðurfari og öðru.“

G. Pétur segir að töluvert verk sé framundan en gat ekki gefið upp hvaða vegir eru í versta ástandinu eftir veturinn. „En því verður forgangsraðað eftir því hvar ástandið er verst.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert