Stéttarfélagið Framsýn er búið að semja við 23 fyrirtæki á félagssvæðinu, en það gerir um 30% af starfandi fyrirtækjum á svæðinu sem greiða kjarasamningsbundin gjöld til Framsýnar.
Þetta kom fram í máli formanns Framsýnar á stjórnar- og trúnaðarmannaráðsfundi á vegum Framsýnar í dag, en aðalumræðuefni fundarins voru kjaramál.
Samkomulag við eitt fyrirtæki til viðbótar liggur fyrir og er ekki útilokað að samið verði við fleiri, samkvæmt upplýsingum mbl.is.