Verkfallsaðgerðir félagsmanna Starfsgreinasambands Íslands (SGS) hafa margvíslega áhrif á starfsemi Akraneskaupstaðar. Verkfall starfsmanna sem ræsta leikskóla hefur í för með sér að leikskólar Akraneskaupstaðar geta ekki tekið á móti börnum föstudaginn 8. maí þar sem leikskólarnir hafa ekki verið ræstir þá í tvo daga. Foreldrar geta því ekki komið með börn sín í leikskólann á föstudag, segir í frétt á vef Akranesskaupsstaðar.
Verkfallsaðgerðir félagsmanna Starfsgreinasambands Íslands (SGS) hófust 30. apríl sl.
Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands má ekki vera starfsemi í leikskóla ef ekki hefur náðst að ræsta í tvo daga. Ef verkfallsboðunin gengur eftir þá þarf að loka leikskólunum föstudaginn 8.maí, 21. maí og svo frá 28. maí, segir í frétt Akranesskaupsstaðar.