Ríkið hefur stefnt Félagi háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins (FHSS) í annað sinn þar sem tæplega 80% þeirra greiddu atkvæði með verkfalli í atkvæðagreiðslu sem fór fram 22. apríl sl.
Atkvæðagreiðslan fór fram á meðal félagsmanna FHSS sem starfa hjá Fjársýslu ríkisins um boðun ótímabundins verkfalls frá og með 11. maí 2015.
„Ríkið hefur nú stefnt Félagi háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins vegna þess. Þetta er því í annað sinn sem ríkið stefnir félaginu. Áður hafði ríkið stefnt félaginu vegna tímabundins verkfalls, sem hófst 20. apríl sl. líkur í dag, en Félagsdómur sýknaði félagið af kæru ríkisins.
Málið verður flutt í Félagsdómi á morgun, laugardag,“ segir í tilkynningu frá BHM.