Lítil flugvél fór í sjóinn við Langatanga í Mosfellsbæ nú fyrir stundu. Einn maður var í vélinni og komst hann úr henni og í land af sjálfsdáðum.
Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild en ekki er vitað um ástand hans.
Vélin hafnaði í sjónum fyrir neðan golfvöll Golfklúbbs Mosfellsbæjar, Hlíðavöll.
Uppfært kl. 15.37
Rannsóknarnefnd flugslysa er á leið á vettvang.