„Það er svakaleg lífsreynsla að lenda í svona skjálfta og geta ekki staðið,“ segir Ríkharður Már Pétursson, sendifulltrúi Rauða krossins, sem staddur er í „“ Svæðið varð illa úti í skjálftanum 25. apríl sl. og þar létu að minnsta kosti þrír lífið í skjálftanum í morgun.
Ríkharður hefur dvalið á svæðinu í rúmlega viku og verður í fimm vikur til viðbótar. Ríkharður, sem er rafiðnfræðingur, hefur gegnt lykilhlutverki við uppsetningu tjaldsjúkrahússins í bænum og sér hann til þess að rafmagn sé fyrir hendi til að knýja áfram allan aðbúnað heilbrigðisstarfsfólksins.
Hann segir að síðustu daga hafi fólkið í bænum verið farið að flytja í hús sín á ný en flest þeirra eru hrunin eða að hruni komin.
„Síðan kom skjálfti upp á 7,3 stig í dag. Tölurnar segja ekki allt, en þetta var svakalegt,“ segir Ríkharður og bætir við að fólk hafi dottið í látunum og byggingar hrunið. „Allir sem vettlingi gátu valdið hlupu til og byrjuðu að sækja fólk sem slasaðist.“
Tekið hefur verið á móti um hundrað manns á tjaldsjúkrahúsinu í dag og eru þrír látnir. Meiðsli fólksins eru fjölbreytt en margir eru með brotna útlimi, tær og mjaðmagrindur. Enn er verið að leita að fólki í rústunum eftir skjálftann í morgun.
37 eru látnir og rúmlega 1.000 manns eru slasaðir eftir skjálfann í morgun.