Ríkharður: „Svakaleg lífsreynsla“

Húsin í Chautara í Nepal eru illa farin eftir skjálftana.
Húsin í Chautara í Nepal eru illa farin eftir skjálftana. AFP

„Það er svaka­leg lífs­reynsla að lenda í svona skjálfta og geta ekki staðið,“ seg­ir Rík­h­arður Már Pét­urs­son, sendi­full­trúi Rauða kross­ins, sem stadd­ur er í „“ Svæðið varð illa úti í skjálft­an­um 25. apríl sl. og þar létu að minnsta kosti þrír lífið í skjálft­an­um í morg­un.

Rík­h­arður hef­ur dvalið á svæðinu í rúm­lega viku og verður í fimm vik­ur til viðbót­ar. Rík­h­arður, sem er rafiðnfræðing­ur, hef­ur gegnt lyk­il­hlut­verki við upp­setn­ingu tjald­sjúkra­húss­ins í bæn­um og sér hann til þess að raf­magn sé fyr­ir hendi til að knýja áfram all­an aðbúnað heil­brigðis­starfs­fólks­ins.

Hann seg­ir að síðustu daga hafi fólkið í bæn­um verið farið að flytja í hús sín á ný en flest þeirra eru hrun­in eða að hruni kom­in.

„Síðan kom skjálfti upp á 7,3 stig í dag. Töl­urn­ar segja ekki allt, en þetta var svaka­legt,“ seg­ir Rík­h­arður og bæt­ir við að fólk hafi dottið í lát­un­um og bygg­ing­ar hrunið. „All­ir sem vett­lingi gátu valdið hlupu til og byrjuðu að sækja fólk sem slasaðist.“

Tekið hef­ur verið á móti um hundrað manns á tjald­sjúkra­hús­inu í dag og eru þrír látn­ir. Meiðsli fólks­ins eru fjöl­breytt en marg­ir eru með brotna út­limi, tær og mjaðmagrind­ur. Enn er verið að leita að fólki í rúst­un­um eft­ir skjálft­ann í morg­un.

37 eru látn­ir og rúm­lega 1.000 manns eru slasaðir eft­ir skjálf­ann í morg­un.

Ríkharður Már Pétursson, sendifulltrúi Rauða krossins.
Rík­h­arður Már Pét­urs­son, sendi­full­trúi Rauða kross­ins. Ljós­mynd/​Rauði kross­inn
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert