Ekki lokað þrátt fyrir hótanir

Moskan - Fyrsta moskan í sögulega hluta Feneyja. Verk eftir …
Moskan - Fyrsta moskan í sögulega hluta Feneyja. Verk eftir Cristoph Büchel Ljósmynd Bjarni Grímsson

Þrátt fyr­ir hót­an­ir um að loka ætti ís­lenska skál­an­um í Fen­eyj­um hef­ur enn ekk­ert orðið úr þeim hót­un­um og þangað streyma inn gest­ir alls staðar úr heim­in­um. Fram­lag Íslands, „Mosk­an, fyrsta mosk­an í Fen­eyj­um“ hef­ur vakið mikla at­hygli og gagn­rýn­in bæði verið já­kvæð og nei­kvæð.

Björg Stef­áns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Kynn­ing­armiðstöðvar ís­lenskr­ar mynd­list­ar, seg­ir að svo lengi sem borg­ar­yf­ir­völd láta ekki loka sýn­ing­unni þá muni hún halda áfram en Fen­eyjat­víær­ing­ur­inn, hin viðamikla mynd­list­ar­hátíð í Fen­eyj­um, stend­ur fram í nóv­em­ber. Hún von­ast til þess að svo verði en fram­lag Íslands hef­ur orðið bit­bein í póli­tískri umræðu í borg­inni enda stutt í kosn­ing­ar. Eins hef­ur fjöl­miðlaum­ræðan haft sitt að segja og auðvitað sýn­ist hverj­um sitt um verkið þar sem listamaður­inn Christoph Büchel breytti gam­alli kirkju í mosku.

Á að draga at­hygli að stofn­ana­vædd­um aðskilnaði og for­dóm­um í sam­fé­lag­inu

Árið 1973 lýsti patrí­ark­inn af Fen­eyj­um því yfir að kirkj­unni, sem sýn­ing­in er í, skyldi lokað sem vett­vangi fyr­ir helgi­hald á veg­um kirkj­unn­ar og að eft­ir þann tíma nætti nota hús­næði henn­ar í öðrum, „ver­ald­leg­um“ til­gangi.

„Vegna fregna í fjöl­miðlum um fram­lag Íslands til 56. Fen­eyjat­víær­ings­ins í mynd­list, sem nú stend­ur yfir, vilja mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyti  og Kynn­ing­armiðstöð ís­lenskr­ar mynd­list­ar koma eft­ir­far­andi upp­lýs­ing­um á fram­færi um verk­efnið „Mosk­an, fyrsta mosk­an í Fen­eyj­um“:

Kynn­ing­armiðstöð ís­lenskr­ar mynd­list­ar leigði hús­næði und­ir verk­efnið, Santa Maria della Misericordia kirkj­una, af nú­ver­andi eig­anda kirkj­unn­ar. Það var grund­vall­ar­atriði þess leigu­samn­ings sem gerður var að kirkj­an hafi verið af­helguð og því hæf til annarra nota. Kynn­ing­armiðstöðin hef­ur und­ir hönd­um skjal þar sem saga kirkj­unn­ar Santa Maria della Misericordia er rak­in í smá­atriðum frá upp­hafi til dags­ins í dag. Þar kem­ur m.a. fram að árið 1973 lýsti patrí­ark­inn af Fen­eyj­um, Al­bino Luciani (sem síðar varð páfi og tók sér nafnið Jó­hann­es Páll I), því yfir að kirkj­unni skyldi lokað sem vett­vangi fyr­ir helgi­hald á veg­um kirkj­unn­ar og að eft­ir þann tíma nætti nota hús­næði henn­ar í öðrum, ver­ald­leg­um til­gangi.

Að lok­um er rétt að benda á, eins og fram kom í frétta­til­kynn­ingu þegar  sýn­ing­ar­verk­efnið „Mosk­an, fyrsta mosk­an í Fen­eyj­um“ var fyrst kynnt 30. apríl sl., að til­gang­ur þess er að draga at­hygli að stofn­ana­vædd­um aðskilnaði og for­dóm­um í sam­fé­lag­inu ásamt þeim deil­um sem spretta af stefnu­mörk­un stjórn­valda um fólks­flutn­inga sem eru þunga­miðjan í þjóð- og trú­ar­leg­um ágrein­ingi víða um heim. Var þess vænst að þetta verk­efni gæti mætt kalli nú­tím­ans um sam­tal og sam­skipti á milli menn­ing­ar­heima sem mik­il þörf er á um þessi mál og orðið já­kvætt inn­legg í umræðu um slík mál á heimsvísu.

Við opn­un sýn­ing­ar­inn­ar 8. apríl sl. töluðu full­trú­ar þriggja trú­ar­bragða, þ.e. imam múslima í Fen­eyj­um, rabbíni gyðinga í borg­inni og kaþólsk­ur prest­ur um mik­il­vægi slíkr­ar umræðu og það tæki­færi sem væri fæl­ist í verk­efn­inu til að efla sam­ræðu fólks af ólík­um bak­grunni um sam­búð ólíkra trú­ar­bragða í framtíðinni.

Það er enn von aðstand­enda þessa verk­efn­is að það megi verða vett­vang­ur slíkr­ar umræðu,“ seg­ir í til­kynn­ingu sem mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneytið sendi frá sér í gær.

Bæk­ling­ur um Ísland hluti af verk­inu

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert