Skilningsleysi á þörfum notenda

Svo virðist sem ákveðið skiln­ings­leysi hafi verið á þörf­um og sér­stöðu not­enda ferðaþjón­ustu fatlaðra hjá þeim inn­an Strætó sem áttu að koma að breyt­ing­um á þjón­ust­unni um sein­ustu ára­mót.

Þetta er á meðal þess sem fram kem­ur í nýrri skýrslu innri end­ur­skoðunar Reykja­vík­ur­borg­ar um yf­ir­töku Strætó á ferðaþjónstu fatlaðra. 

Um síðustu ára­mót tók Strætó við rekstri ferðaþjón­ustu fatlaðra fyr­ir sveit­ar­fé­lög­in á höfuðborg­ar­svæðinu. Brota­lam­ir reynd­ust vera á fram­kvæmd­inni og var loks ákveðið í fe­brú­ar að fela innri end­ur­skoðun Reykja­vík­ur­borg­ar að gera út­tekt á inn­leiðingu og fram­kvæmd ferðaþjónst­unn­ar.

Fær yf­ir­tak­an harða út­reið í skýrsl­unni sem var kynnt á eig­enda­fundi Strætó bs. fyrr í dag. 

Þar seg­ir meðal ann­ars að stjórn­un breyt­ing­anna á ferðaþjón­ustu fatlaðs fólks eft­ir að hin raun­veru­lega inn­leiðing átti að hefjast hafi mis­far­ist í stór­um atriðum. Eng­um hafi verið falið að hafa yf­ir­um­sjón með breyt­ing­un­um og sam­ræma alla fleti breyt­ing­anna, bæði þá sem sneru að not­end­um ferðaþjón­ust­unn­ar, starfs­mönn­um ferðaþjón­ustu fatlaðs fólks, starfs­mönn­um vel­ferðarsviða sveit­ar­fé­lag­anna og starf­semi Strætó bs.

Aðkoma sam­ráðshóps fé­lags­mála­stjóra að mál­inu strax á fyrstu stig­um inn­leiðing­ar og ráðning breyt­inga­stjóra hefði verið til þess fall­in að greiða fyr­ir far­sælli inn­leiðingu með heild­ar­hags­muni að leiðarljósi.

Í skýrsl­unni seg­ir einnig að stjórn­end­um Strætó bs. sem falið var hlut­verk í ákveðnum þátt­um breyt­ing­anna hafi yf­ir­sést margt sem öfl­ug­ur leiðtogi hefði mögu­lega komið auga á. Með upp­sögn­um allra starfs­manna í ferðaþjón­ustu fatlaðs fólks hjá Strætó bs. hafi glat­ast mik­il­væg þekk­ing á þörf­um not­enda og því hvernig best væri að mæta ósk­um þeirra.

Ára­tuga reynsla hefði verið fyr­ir borð bor­in með óljós­um rök­um um að nauðsyn­legt væri að all­ir starfs­menn þjón­ustu­vers ynnu heils­dags­störf.

Eft­ir­lit vel­ferðarráða brást

Mik­il áhersla hafi verið lögð á það strax í upp­hafi að sama fólkið í þjón­ustu­veri svaraði fyr­ir­spurn­um varðandi al­menn­ings­sam­göng­ur og ferðaþjón­ustu fatlaðs fólks. Að mati innri end­ur­skoðunar hefði vel mátt sam­eina þjón­ustu­ver­in á sama stað í skref­um. Skipta fyrst í tvær ein­ing­ar eft­ir starf­semi og nýta þannig áfram sérþekk­ingu þeirra sem höfðu um langt ára­bil unnið við ferðaþjón­ustu fatlaðra og taka í öðru skrefi til skoðunar sam­ein­ingu þjón­ustu­vera al­menn­ings­sam­gangna og ferðaþjón­ustu fatlaðs fólks.

Eft­ir­lit vel­ferðarráða og vel­ferðarsviða sveit­ar­fé­lag­anna á inn­leiðing­ar­tím­an­um brást, að mati innri end­ur­skoðunar. Ekki var skil­greind­ur far­veg­ur fyr­ir upp­lýs­ing­ar um verk­efn­in, sem Strætó bs. tók að sér sam­kvæmt þjón­ustu­lýs­ingu, og litl­ar upp­lýs­ing­ar bár­ust vel­ferðarsviðum aðild­ar­sveit­ar­fé­lag­anna. Kjörn­ir full­trú­ar hafi ekki staðið vakt­ina með spurn­ing­um á vett­vangi fagráðanna um fram­gang verk­efn­is­ins.

Keyrðar í gegn á mikl­um anna­tíma

„Upp­hafi nýrr­ar sam­eig­in­legr­ar akst­ursþjón­ustu var val­in slæm tíma­setn­ing þar sem breyt­ing­arn­ar voru keyrðar í gegn á mikl­um anna­tíma um síðustu ára­mót í stað þess að bíða fram á sum­ar, eins og raun­ar hafði verið bent á í aðdrag­anda breyt­ing­anna að væri heppi­leg­ast,“ seg­ir einnig í skýrsl­unni.

Þó er bent á að sú vinna sem Strætó bs. lagði í með full­trú­um Öryrkja­banda­lags­ins, Sjálfs­björg og Þroska­hjálp að skerpa á skil­yrðum um ör­yggis­atriði í bíl­um akst­ursþjón­ust­unn­ar hafi verið ár­ang­urs­rík og aukið til muna ör­yggi farþega í ferðaþjón­ustu fatlaðs fólks.

Að mati innri end­ur­skoðunar brást upp­lýs­inga­miðlun í inn­leiðing­ar­ferl­inu og upp­hafi breyt­inga. Ann­ars veg­ar upp­lýs­inga­miðlun til not­enda þjón­ust­unn­ar en hún hafi verið eng­in fyrr en rétt í þann mund sem breyt­ing­arn­ar voru að ganga í garð. Slíkt kalli á óánægju og geri fólk síður mót­tæki­legt fyr­ir agn­ú­um sem kunna að koma fram við breyt­ing­arn­ar sjálf­ar. Hins veg­ar hafi upp­lýs­ing­ar í akst­ur­s­kerf­inu um not­end­ur ekki verið nægi­lega traust­ar og góðar þegar þjón­ust­unni var breytt 1. janú­ar síðastliðinn.

Ferðaþjónusta fatlaðra var endurskipulögð um áramótin.
Ferðaþjón­usta fatlaðra var end­ur­skipu­lögð um ára­mót­in. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert