Píratar mæta verst

Jón Þór Ólafsson, Helgi Hrafn Gunnarsson og Birgitta Jónsdóttir, þingmenn …
Jón Þór Ólafsson, Helgi Hrafn Gunnarsson og Birgitta Jónsdóttir, þingmenn Pírata. mbl.is

Þing­menn Pírata skipa neðstu sæt­in yfir mæt­ingu á fundi hjá sex af átta fasta­nefnd­um Alþing­is.

Þar af skip­ar Jón Þór Ólafs­son, þingmaður Pírata, neðsta sætið í fjór­um þess­ara nefnda. Hann sit­ur í um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd þings­ins og hafði mætt á 2 af 30 fund­um á því tíma­bili sem skoðað var, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mæt­ingu þing­manna til vinnu sinn­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Af öðrum dæm­um má nefna að Ásmund­ur Ein­ar Daðason sótti 12 af 33 fund­um í ut­an­rík­is­mála­nefnd og Össur Skarp­héðins­son, fv. ut­an­rík­is­ráðherra, 19 af 33 fund­um í sömu nefnd. Jón Gunn­ars­son, Sjálf­stæðis­flokki, og Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir, VG, höfðu sótt flesta fundi í einni nefnd, 57. Til sam­an­b­urðar sótti Jón Þór 36 fundi hjá fjór­um nefnd­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert