Stefnir að afnámi tolla á föt og skó

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kveðst stefna að því að afnema tolla á fatnað og skó, jafnvel strax í haust. Á næstu dögum er von á skýrslu starfshóps um tollamál.

Bjarni kvaðst hafa óskað eftir því að skoðuð yrðu áhrif af afnámi tolla með sérstakri áherslu á aðra tolla en lagðir eru á matvæli. Hann sagði ekki fjarri lagi að flokka tolla í tvennt, þ.e. tolla á matvæli og tolla á iðnaðarvörur. Þar undir eru m.a. föt, skór og alls konar aðrar vörur, að því er fram kemur í umfjöllun um mál eþtta í Morgunblaðinu í dag.

„Ég er þeirrar skoðunar að það sé fullt tilefni til þess að taka tolla á iðnaðarvörurnar til sérstakrar skoðunar,“ sagði Bjarni. Hann sagði að starfshópurinn hefði m.a. skoðað áhrif af afnámi tolla af iðnaðarvöruhlutanum og hvaða áhrif það myndi hafa á tekjur ríkissjóðs að afnema tolla af fötum og skóm.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert