Ræða langtímasamning

Samningsdrögin verða kynnt stóru samninganefndum stéttarfélaganna síðdegis í dag og …
Samningsdrögin verða kynnt stóru samninganefndum stéttarfélaganna síðdegis í dag og í kvöld. Ljósmynd/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Þriggja sólarhringa samningalota um og fyrir hvítasunnuhelgina leiddi til þess að forsvarsmenn samninganefnda VR, LÍV, Flóabandalagsins, Stéttarfélags Vesturlands og Samtaka atvinnulífsins náðu í gær samkomulagi um frestun verkfallsaðgerða fyrrnefndra stéttarfélaga um fimm sólarhringa. Þær hefjast því ekki 28. maí heldur frestast til 2. júní, verði ekki samið fyrr. Stefnt er að því að niðurstaða viðræðnanna liggi fyrir næstkomandi fimmtudag, 28. maí.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun nú m.a. vera uppi á borðum að gera kjarasamning til mun lengri tíma en upphaflega var lagt af stað með í viðræðum þessara aðila, jafnvel til a.m.k. þriggja ára. Þá mun vera sett á oddinn að samningurinn skili raunverulegri kaupmáttaraukningu á samningstímanum og að kjör tekjulægstu hópanna verði bætt meira en annarra.

Samningsdrögin verða kynnt stóru samninganefndum stéttarfélaganna síðdegis í dag og í kvöld, en í þeim sitja m.a. stjórnir og trúnaðarmannaráð félaganna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert