Dómar Hraunavina skilorðsbundnir

Mótmælendur í Gálgahrauni.
Mótmælendur í Gálgahrauni. Eggert Jóhannesson

Hæstirétt­ur skil­orðsbatt dóma yfir níu­menn­ing­um vegna mót­mæla gegn fram­kvæmd­um við nýj­an Álfta­nes­veg um Gálga­hraun í októ­ber 2013. Mót­mæl­end­urn­ir höfðu verið dæmd­ir til að greiða 100.000 kr. sekt en Hæstirétt­ur frestaði ákvörðun refs­inga um tvö ár. Það þýðir að þeir þurfa ekki að greiða sekt­irn­ar haldi þau skil­orð og falla þær niður að tveim­ur árum liðnum.

Níu­menn­ing­arn­ir sem ákærðir voru fyr­ir mót­mæl­in í Gálga­hrauni í Garðabæ, voru all­ir dæmd­ir til þess að greiða 100 þúsund króna sekt­ir í rík­is­sjóð í Héraðsdómi Reykja­ness síðasta haust. Ella sæti þau fang­elsi í átta daga.

Dóm­arn­ir yfir þeim í héraði öll­um hljóðuðu eins og var þeim einnig gert að greiða máls­kostnað máls­ins, 150 þúsund krón­ur hvert.

Fólk­inu, tveim­ur körl­um og sjö kon­um, var gefið að sök að hafa ekki farið að ít­rekuðum fyr­ir­mæl­um lög­reglu er það mót­mælti lagn­ingu Álfta­nes­veg­ar í Garðahrauni í októ­ber 2012 en það var beðið um að yf­ir­gefa vinnusvæðið.

Níu­menn­ing­un­um er öll­um gefið að sök að hafa brotið lög­reglu­lög, n.t.t. gerst brot­leg­ir við 19. grein lag­anna, sem snýst um skyldu til að hlýða fyr­ir­mæl­um lög­reglu. Hún er svohljóðandi:

„Al­menn­ingi er skylt að hlýða fyr­ir­mæl­um sem lög­regl­an gef­ur, svo sem vegna um­ferðar­stjórn­ar eða til þess að halda uppi lög­um og reglu á al­manna­færi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert