Aukning um 300% frá árinu 2010

Aðalpersónur Fortitude.
Aðalpersónur Fortitude.

Heildarvelta á framleiðslu á kvikmynduðu efni hér á landi á síðasta ári nam 15,5 milljörðum og var árið metár í sögu kvikmyndaframleiðslu hér á landi. Til samanburðar hefur orðið 300% veltuaukning í greininni frá því árið 2010. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SÍK – Sambandi íslenskra kvikmyndaframleiðenda, en félagið hélt aðalfund í gær

SÍK er einn af starfsgreinahópum sem starfa innan Samtaka iðnaðarins og kemur fram í tilkynningunni að eitt helsta baráttumál félagsins sé að koma íslenskri menningu til skila til Íslendinga á íslensku. Þar gegnir Kvikmyndsjóður veigamesta hlutverkinu. Þær upphæðir sem samkeppnissjóðurinn skilar til framleiðenda eru forsenda kvikmyndarframleiðslu, segir í tilkynningunni og var lögð þung áhersla á að tryggt verði að Kvikmyndasjóður nái þeirri stærð sem hann var.

Kosið var um þrjá stjórnarmenn af sjö í samræmi við samþykktir SÍK. Stjórnin árið 2015-2016 er því skipuð Hilmari Sigurðssyni frá GunHil sem er áfram formaður. Meðstjórnendur eru Guðrún Edda Þórhannesdóttir frá Hughrif, Guðný Guðjónsdóttir frá SagaFilm, Lilja Snorradóttir frá Pegasus og Guðbergur Davíðsson frá Ljósopi. Varamenn eru Júlíus Kemp frá Kvikmyndafélagi Íslands og Hlín Jóhannesdóttir frá Vintage Pictures.

Meðal sjónvarpsþátta sem hafa verið teknir upp hér á landi síðustu ár er Fortitude og Game of thrones. 

Frá aðalfundi SÍK - Sambandi íslenskra kvikmyndaframleiðenda í gær.
Frá aðalfundi SÍK - Sambandi íslenskra kvikmyndaframleiðenda í gær.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka