„Ég kenndi sjálfri mér um“

Ljósmynd/Guðmundur Rúnar

Á Facebook hópnum Beauty Tips hefur í allan dag staðið yfir sérstakt átak undir myllumerkinu #þöggun þar sem ungar konur greina frá upplifun sinni af kynferðisofbeldi.

Upphaf þessa gjörnings má rekja til þess þegar umsjónarmaður síðunnar, Áslaug María Agnarsdóttir, tók út þráð á síðunni þar sem umræða um lögfræðinginn Svein Andra Sveinsson fór fram. Hafði ung kona beðið notendur síðunnar um að setja inn „reynslusögur“ af Sveini Andra til að aðstoða vinkonu sína, Rebekkur Rósinberg, við málsókn gegn lögfræðingnum. Rebekka á í faðernismáli við Svein Andra en kæru hennar gegn honum fyrir tælingu var vísað frá af lögreglu í fyrra.

Miklar umræður hófust við þráðinn, bæði um Svein Andra en einnig um réttmæti þráðarins sjálfs. Að endingu fór það svo að Rebekka bað Áslaugu um að fjarlægja þráðinn, sem hún og gerði, en var í kjölfarið sökuð um þöggun og hófu meðlimir hópsins mótmæli gegn því sem og þöggun samfélagsins almennt með því að deila sögum af kynferðisofbeldi, eins og fram kom hér að ofan.

Innleggin skipta hundruðum og eru allt frá löngum og persónulegum lýsingum niður í eina setningu sem segir allt sem segja þarf.

mbl.is tók saman nokkrar færslur sem merktar eru #þöggun á hópnum Beauty tips en þar sem hópurinn er leynilegur og ekki öllum aðgengilegur eru myndir og nöfn viðkomandi strikuð út. 

Árið 2002 til 2006 voru 105 af 155 nauðgunarkærum felldar …
Árið 2002 til 2006 voru 105 af 155 nauðgunarkærum felldar niður.
Margar þeirra sem greina frá hafa verið beittar ofbeldi margsinnis.
Margar þeirra sem greina frá hafa verið beittar ofbeldi margsinnis.
Margar kvennanna segjast hafa kennt sjálfum sér um.
Margar kvennanna segjast hafa kennt sjálfum sér um.
Sum innleggin eru löng, önnur eru styttri en taka þó …
Sum innleggin eru löng, önnur eru styttri en taka þó mikið á einstaklinginn að baki þeim.
Það er ekkert til sem heitir
Það er ekkert til sem heitir "smá" kynferðisofbeldi þegar kemur að líðan þolanda.
Bæði kynin geta verið gerendur og þolendur kynferðisofbeldis.
Bæði kynin geta verið gerendur og þolendur kynferðisofbeldis.
Margir gerendanna sem sagt er frá eru eldri en þolendur …
Margir gerendanna sem sagt er frá eru eldri en þolendur og í valdastöðum gagnvart þeim.
Gríðarlegur fjöldi innleggjanna fjallar um ofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlims.
Gríðarlegur fjöldi innleggjanna fjallar um ofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlims.



mbl.is valdi að birta skjáskot af innleggjum kvennanna í þessari frétt í stað þess að umorða þau. Það er gert til þess að undirstrika að bakvið færslurnar standa margir og ólíkir einstaklingar sem hafa allir rétt á því að segja frá upplifunum sínum með þeim hætti sem þeir kjósa sér. Við val á færslum var reynt að forðast þær sem gáfu upp nákvæmar persónulegar lýsingar sem gætu gefið upp hver viðkomandi þolandi væri.

Fréttir mbl.is
Samþykki er eins og tebolli

Varð fyrir hópnauðgun 17 ára

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka