Lenti í holu og missti stjórn á hjóli

Víða eru holur á götum borgarinnar. Nú er unnið að …
Víða eru holur á götum borgarinnar. Nú er unnið að malbikun.

Um kl. 20 í gærkvöldi var tilkynnt um umferðaróhapp á Höfðabakka þar sem ökumaður bifhjóls hafði misst stjórn á bifhjóli sínu eftir að hafa lent í holu. Lögregla og sjúkralið var sent á vettvang. Ökumaðurinn var fluttur til aðhlynningar á slysadeild en áverkar hans eru taldir minni háttar.

Ökumaður var handtekinn um kl. 18 í gærkvöldi vegna gruns um ölvun við akstur. Var hann að auki ökuréttindalaus þar sem hann hafði verið sviptur ökuréttindum fyrir nokkru.

Var hann færður á lögreglustöð til blóðsýna- og skýrslutöku. Var hann frjáls ferða sinna að því loknu. Um var að ræða verkefni lögreglustöðvar 4 sem sinnir Grafarvogi, Grafarholti, Árbæ og Mosfellsbæ.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert