Lenti í holu og missti stjórn á hjóli

Víða eru holur á götum borgarinnar. Nú er unnið að …
Víða eru holur á götum borgarinnar. Nú er unnið að malbikun.

Um kl. 20 í gær­kvöldi var til­kynnt um um­ferðaró­happ á Höfðabakka þar sem ökumaður bif­hjóls hafði misst stjórn á bif­hjóli sínu eft­ir að hafa lent í holu. Lög­regla og sjúkra­lið var sent á vett­vang. Ökumaður­inn var flutt­ur til aðhlynn­ing­ar á slysa­deild en áverk­ar hans eru tald­ir minni hátt­ar.

Ökumaður var hand­tek­inn um kl. 18 í gær­kvöldi vegna gruns um ölv­un við akst­ur. Var hann að auki öku­rétt­inda­laus þar sem hann hafði verið svipt­ur öku­rétt­ind­um fyr­ir nokkru.

Var hann færður á lög­reglu­stöð til blóðsýna- og skýrslu­töku. Var hann frjáls ferða sinna að því loknu. Um var að ræða verk­efni lög­reglu­stöðvar 4 sem sinn­ir Grafar­vogi, Grafar­holti, Árbæ og Mos­fells­bæ.


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka