Fjöldi kvenna tjáir sig nú daglega um reynslu sína af kynferðisofbeldi undir myllumerkinu #þöggun á lokaða Facebook hópnum Beauty tips. Með því að opna umræðuna vilja konurnar hvetja hvor aðra til að skila skömminni til gerendanna og virðist hreyfingin styrkjast með degi hverjum.
Margar konur hafa í kjölfarið ákveðið að deila eigin sögum með öðrum sem ekki eru í hópnum. Ein þeirra er fjölmiðlakonan Þóra Tómasdóttir sem segir hreyfinguna vera viðbragð við gölluðu kerfi sem bregst þolendum ofbeldis. Greinir hún frá því að skráður barnsfaðir hennar hafi ráðist á hana þegar hún var ólétt.
„Ég styð rétt þolenda til að segja frá og upplýsi um leið að maðurinn sem á pappírum til er skráður faðir barnsins míns réðist á mig ólétta og lamdi mig,“ skrifar Þóra.
„Ég hef komist að því að er sérstakur staður í helvíti fyrir svona menn.“
bjútítipshreyfingin er viðbragð við gölluðu kerfi sem bregst þolendum ofbeldis. Ég styð rétt þolenda til að segja frá og...
Posted by Þóra Tómasdóttir on Monday, June 1, 2015
Fréttir mbl.is: