Íbúðin reyndist mannlaus

mbl.is/Júlíus

Lögregla fór inn í íbúðina þar sem byssumaður var talinn halda sig á níunda tímanum í kvöld og lagði hald á skotvopn og skotfæri. Enginn reyndist vera í íbúðinni.

Tilkynning lögreglu í heild sinni:

„Um þrjúleytið í dag bárust lögreglu tvær tilkynningar um hugsanlega skothvelli í íbúð fjölbýlishúss í Hlíðarhjalla Kópavogi.

Brugðist var strax við, og var sérsveit ríkislögreglustjóra send á vettvang. Í kjölfarið var götum í nágrenninu lokað og íbúar hvattir til að vera innandyra.

Aðgerðum á vettvangi er nú að ljúka en lögreglan fór inn í íbúðina á níunda tímanum í kvöld og var skotvopn og skotfæri haldlögð. Enginn reyndist vera inni í íbúðinni en ekki er vitað hvort að um raunverulega skothvelli hafi verið að ræða. Þess ber að geta að lögreglan fór á sama vettvang í gær en þá fundust ummerki um að hleypt hafi verið úr haglabyssu á grindverk utan við húsið.

Lögreglan ítrekar mikilvægi þess að slíkar tilkynningar séu teknar alvarlega og farið sé með gát þegar grunur leikur á að um skothvelli sé að ræða í íbúabyggð. Sérsveit ríkislögreglustjóra stýrði aðgerðum á vettvangi en Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sá um lokanir á svæðinu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert