Átakið vakið athygli á Norðurlöndum

Gula myndin þýðir að maður þekki einhvern sem hefur orðið …
Gula myndin þýðir að maður þekki einhvern sem hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi en sú appelsínugula þýðir að maður hafi sjálfur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Samsett mynd

Reynslusögur af kynferðisofbeldi sem hafa birst í lokaða Facebook hópnum Beauty Tips síðustu daga og vikur hafa vakið mikla athygli. Sögurnar fylltu Eddu Ýr Garðarsdóttur viðbjóði yfir því hversu algengt kynferðisofbeldi er. En á sama tíma dáist hún þó að hugrekki stúlknanna og kvennanna sem hafa sagt sína sögu.

Edda Ýr hreifst af hugrekki meðlima Beauty Tips og langaði að taka þetta skrefinu lengra með því að myndgera vandann og gerði hún það með aðstoð vinkonu sinnar, Jóhönnu Svölu Rafnsdóttur, hönnuði. Þær hönnuðu í sameiningu tvær myndir sem hægt er að nota sem forsíðumynd á Facebook. Gula myndin þýðir að maður þekki einhvern sem hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi en sú appelsínugula þýðir að maður hafi sjálfur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. „Við vildum myndgera þetta og hafa þetta sýnilegt. Það verður örugglega svolítil opinberun og jafnvel áfall fyrir fólk að sjá hversu margir hafa lent í kynferðislegu ofbeldi,“ segir Edda í samtali við mbl.is.

Danir og Norðmenn sýnt átakinu áhuga

Edda Ýr birti myndirnar á Facebook seint á fimmtudagskvöld og segir hún að viðbrögðin hafi verið gífurlega góð, og að margir í kringum hana notað myndirnar. Þar að auki hafa aðilar frá Danmörku og Noregi haft samband við Eddu Ýr sem vilja koma átakinu á framfæri þar. Hún segir tilganginn með myndunum sé að vekja athygli á því stóra vandamáli sem nauðgunarmenning er á Íslandi og að sú vakning sem hefur orðið í íslensku samfélagi um kynferðisofbeldi síðustu daga hafi alla burði til þess að verða alþjóðleg.

„Myndirnar eiga að vekja fólk til umhugsunar og virkja mátt fjöldans,“ segir Edda. „Við getum öll haft áhrif og breytt heiminum til hins betra. En um leið og Facebook fyllist af þessum myndum verður það svo sýnilegt hversu hryllilega stórt mein nauðgunarmenningin er og hvernig hún snertir okkur öll.“

Edda birti myndirnar á Facebook sl. fimmtudag. Fjölmargir hafa notað …
Edda birti myndirnar á Facebook sl. fimmtudag. Fjölmargir hafa notað þær sem forsíðumyndir á samskiptamiðlinum. Skjáskot af Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka