Búið að ráða niðurlögum eldsins

Slökkviliðsmenn eru nú að ganga frá dælum.
Slökkviliðsmenn eru nú að ganga frá dælum. Ljósmynd/Sigmundur Sigurgeirsson

Búið er að ráða niður­lög­um elds­ins sem upp kom í rusli við plastverksmiðjuna Set á Selfossi fyrr í kvöld. Slökkvilið er að ganga frá dæl­um. Vélsmiðja Suður­lands er óskemmd, en ótt­ast var að hún væri í hættu vegna elds­ins. Sam­kvæmt lög­regl­unni á Sel­fossi urðu eng­in slys á fólki. „Við höf­um eng­ar meld­ing­ar fengið um að fólk hafi slasast. Búið er að ná tök­um á eld­in­um og verið að slökkva glæður,“ seg­ir full­trúi lög­regl­unn­ar í sam­tali við mbl.is.

Frétt mbl.is: Mikill eldur á Selfossi

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi mikinn mannafla á staðinn, en óttast var að sprengihætta gæti orðið á svæðinu og fólki því gert að halda sig frá því. Vitni sáu ung­menni hlaupa frá svæðinu rétt áður en eld­ur­inn kviknaði, og leikur grunur á að um íkveikju hafi verið að ræða.

Eldurinn logaði glatt
Eldurinn logaði glatt Ljósmynd/Sigmundur Sigurgeirsson
Svartan reyk lagði yfir bæinn.
Svartan reyk lagði yfir bæinn. Ljósmynd/Gunnar Freyr Steinsson



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert