Eldur við sömu verksmiðju 2012

Árið 2012 breiddist eldurinn yfir í skemmtistaðinn 800 bar, sem …
Árið 2012 breiddist eldurinn yfir í skemmtistaðinn 800 bar, sem brann til kaldra kola Ljósmynd/Kristján Bergsteinsson

Mikill eldsvoði varð í geymsluhúsnæði röraverksmiðjunnar Set á Selfossi árið 2012, þar sem eldur kom upp í kvöld. Þá voru elds­upp­tök í tengi­kassa sem staðsett­ur var í suðvest­ur­hluta skemm­unn­ar sem brann.

Í brunanum 2012 breiddist eldurinn út í gegnum þak og yfir í skemmtistaðinn 800 bar, sem brann til kaldra kola. Kristján Ein­ars­son, slökkviliðsstjóri á Sel­fossi, sagði á sínum tíma að með mik­illi vinnu slökkviliðsmanna hefði tek­ist að forða millj­arðatjóni. 

Frétt mbl.is: Hefði getað orðið milljarða tjón

Slökkviliðsmönnum tókst að forða milljarðatjóni.
Slökkviliðsmönnum tókst að forða milljarðatjóni. Ljósmynd/Kristján Bergsteinsson

Gríðarleg­ur rörala­ger var á lóð Sets og lágu mörg rör upp við geymslu­húsið sem kviknaði í. Mikil hætta var á að eld­ur­inn kæm­ist í rörin sem hefði getað leitt hann áfram yfir í verk­smiðju­húsið. Bara vél­búnaður­inn í því húsi kost­ar hundruð millj­óna. Kristján taldi að ef allt hefði farið á versta veg hefði tjónið í brun­an­um getað orðið tveir millj­arðar. 

Búið er að ráða niðurlögum eldsins sem kviknaði í kvöld. Vélsmiðja Suðurlands, sem er í næsta húsi, slapp óskemmd, en óttast var að eldurinn gæti breiðst yfir í hana. Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða.

Fréttir mbl.is í kvöld:

Búið að ráða niðurlögum eldsins

Mikill eldur á Selfossi 

Fréttir mbl.is 2012:

Misstum eldinn yfir í 800 bar

Hefði getað orðið milljarða tjón

Eldurinn kviknaði í tengikassa

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert