„Eftirlegukindur“ sæta afarkostum

Sigurður Hannesson á fundinum í dag.
Sigurður Hannesson á fundinum í dag. mbl.is/Golli

Heildarumfang þeirra aðgerða sem ráðist verður í við afnám haftanna nemur um 1.200 milljörðum. Af því er aflandskrónustabbinn um 300 milljarðar og er hann einn af þremur stóru málunum sem bregðast þarf við í afnámsferlinu. Eigendum aflandskróna mun bjóðast þrjár leiðir, en það eru gjaldeyrisuppboð í haust og fjárfesting í ríkisskuldabréfum, en eftir það munu innistæður „eftirlegukinda“ vera frystar á reikningum til langs tíma á mjög slæmum kjörum.

Sigurður Hannesson, sem situr í aðgerðahópi um afnám haftanna, segir í samtali við mbl.is að gjaldeyrisuppboðið muni fara fram í haust og að þetta verði síðasta slíka uppboðið. Í því uppboði munu kröfuhafar þurfa að greiða viðbótargjald til að komast úr gjaldeyrishöftunum, en ekki er áætlað að uppboðið hafi nein áhrif á gengi íslensku krónunnar

Annar möguleiki er að eigendur aflandskróna fjárfesti í ríkisskuldabréfum til lengri 20 ára með endurgreiðsluferli sem samrýmist langtímagreiðslujöfnuði þjóðarbúsins með útgöngugjaldi fyrstu 7 árin. Í þriðja

Séu fyrri kostirnir tveir ekki valdir munu fjárfestar sæta afarkosti sem er að innistæður þeirra verða „frystar á reikningum í mjög langan tíma,“ að sögn Sigurðar. Til viðbótar verði vaxtakjörin ekki álitleg. „Þetta verður allavega á mjög slæmum kjörum,“ segir Sigurður, en hann vildi ekki segja til um hvort það væru neikvæðir vextir eða mjög lágir. Þetta mun aftur á móti krefjast breytinga á löggjöf og segir Sigurður að slíkt frumvarp verði lagt fyrir á haustþinginu.

Seðlabanki Íslands hélt á undanförnum árum gjaldeyrisuppboð og dró það úr stærð aflandskrónuvandans. Fór stabbinn úr 600 milljörðum í 300 milljarða á þessum tíma. Í kynningu á blaðamannafundinum í dag kom fram að aðaleigendur að aflandskrónum væru í dag 10 fagfjárfestar. Ættu þeir meirihluta aflandskróna og væru þær í formi innlána hjá erlendum fjármálafyrirtækjum eða í formi markaðshæfra verðbréfa.

Eigendur aflandskróna munu geta valið um tvær leiðir eða sæta …
Eigendur aflandskróna munu geta valið um tvær leiðir eða sæta afarkostum. Mynd/skjáskot úr glærum af kynningarfundi
Vandinn er þríþættur, Krónueignir slitabúa, kröfur slitabúa á innlenda aðila …
Vandinn er þríþættur, Krónueignir slitabúa, kröfur slitabúa á innlenda aðila og aflandskrónur. Mynd/skjáskot úr glærum af kynningarfundi
Sigurður kynnti útfærslu á losun haftanna ásamt Benedikt Gíslasyni.
Sigurður kynnti útfærslu á losun haftanna ásamt Benedikt Gíslasyni. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert