Erlendur nýr sviðsstjóri akstursþjónustu Strætó

Erlendur Pálsson.
Erlendur Pálsson.

Er­lend­ur Páls­son hef­ur verið ráðinn í starf sviðsstjóra akst­ursþjón­ustu Strætó. Tek­ur hann við starf­inu af Smára Ólafs­syni sem hverf­ur nú á braut til nýrra starfa. Er­lend­ur hef­ur víðtæka reynslu af mál­efn­um fatlaðs fólks. Hann hef­ur und­an­farna mánuði starfað sem sér­fræðing­ur hjá akst­ursþjón­ust­unni. Auk þess starfaði hann áður sem rekstr­ar­stjóri Sól­heima í Gríms­nesi, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

Er­lend­ur upp­fyll­ir vel all­ar hlut­læg­ar og hug­læg­ar hæfnis­kröf­ur og er tal­inn standa öðrum um­sækj­end­um fram­ar þegar á heild­ina er litið, s.s. vegna þekk­ing­ar á mála­flokki fatlaðra, reynslu af um­sjón þjón­ustu­ferla og upp­lýs­inga­kerf­is, auk stjórn­un­ar­starfa. Áður var Er­lend­ur fram­kvæmda­stjóri Frjó Quatró ehf. og sölu- og markaðsstjóri TM Software. Er­lend­ur er með diplóma­gráður í fjár­mál­um og rekstri og í markaðsfræði og alþjóðaviðskipt­um frá Há­skóla Íslands. Er­lend­ur er  48 ára gam­all, kvænt­ur og á 2 börn. Alls bár­ust 56 um­sókn­ir um starfið. 

Capacent vann úr um­sókn­um og hafði um­sjón með ráðning­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert