Leita sátta um fiskveiðifrumvörp

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Atvinnuveganefndar Alþingis, segir fiskveiðistjórnunarfrumvörpin tvö um annars vegar makrílveiðar og hins vegar veiðigjöld enn vera í vinnslu.

„Ég á von á því að við sjáum einhverjar breytingatillögur koma fljótlega á þessum frumvörpum tveimur. Endanleg mynd þessa tveggja mála liggur því ekki fyrir,“ segir Jón, en meirihlutinn leitar að hans sögn allra leiða til að skapa sátt um frumvörpin tvö.

„Við viljum koma málunum báðum í ákveðinn sáttafarveg og leitum því niðurstöðu sem sátt getur náðst um hjá sem flestum.“ Stefnt er að því að ljúka báðum málunum fyrir sumarið að sögn Jóns, en hann útilokar ekki að gildistöku laganna gæti verið frestað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka