Þjóðskrá hafnar Jóni Gnarr

Jón Gnarr.
Jón Gnarr. mbl.is/Ómar

Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, segir að Þjóðskrá Íslands hafi hafnað umsókn hans um nafnabreytingu. „Fyrr láta þau mig drepast en una mér réttar míns. Gott og vel,“ skrifar Jón í færslu sem hann birti á Twitter.

<blockquote class="twitter-tweet">

Þjóðskrá hefur hafnað umsókn minni um nafnabreytingu. Fyrr láta þau mig drepast en una mér réttar míns. Gott og vel

— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) <a href="https://twitter.com/Jon_Gnarr/status/607857127651196928">June 8, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>

Jón, sem var skírður Jón Gunnar Kristinsson, fékk því síðan breytt í Jón Gnarr Kristinsson. Hann vill hins vegar taka upp Gnarr sem eftirnafn og heita einfaldlega Jón Gnarr.

Jón, sem hefur verið búsettur í Houston í Bandaríkjunum, greindi frá því í mars sl. að dómstóll í borginni hefði samþykkt nafnabreytinguna og þar heitir hann nú Jón Gnarr. Þjóðskrá Íslands hefur hins vegar komist að annarri niðurstöðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert