Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, segir að Þjóðskrá Íslands hafi hafnað umsókn hans um nafnabreytingu. „Fyrr láta þau mig drepast en una mér réttar míns. Gott og vel,“ skrifar Jón í færslu sem hann birti á Twitter.
<blockquote class="twitter-tweet">Þjóðskrá hefur hafnað umsókn minni um nafnabreytingu. Fyrr láta þau mig drepast en una mér réttar míns. Gott og vel
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) <a href="https://twitter.com/Jon_Gnarr/status/607857127651196928">June 8, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>Jón, sem var skírður Jón Gunnar Kristinsson, fékk því síðan breytt í Jón Gnarr Kristinsson. Hann vill hins vegar taka upp Gnarr sem eftirnafn og heita einfaldlega Jón Gnarr.
Jón, sem hefur verið búsettur í Houston í Bandaríkjunum, greindi frá því í mars sl. að dómstóll í borginni hefði samþykkt nafnabreytinguna og þar heitir hann nú Jón Gnarr. Þjóðskrá Íslands hefur hins vegar komist að annarri niðurstöðu.