Verið tvo mánuði erlendis

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur varið samtals 62 daga í opinberum ferðum erlendis það sem af er þessu kjörtímabili samkvæmt svari við skriflegri fyrirspurn Katrínar Júlíusdóttur, varaformanns Samfylkingarinnar. Eða sem nemur samanlagt um tveimur mánuðum. Yfirlitið í svarinu nær til loka maí á þessu ári.

Fram kemur í svarinu að um samtals 17 ferðir er að ræða og hafa þær tekið á bilinu 2-6 daga. Lengstu ferðirnar hafa verið opinber ferð til Manitoba í Kanada og þátttaka í Íslendingadeginum og ráðherravika 69. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York í Bandaríkjunum og leiðtogafundur um loftslagsmálen þær tóku sex daga.

Heildarkostnaður vegna ferða Sigmundar er rúmar 16,7 milljónir króna en að meðaltali hefur hver ferð kostað tæpa eina milljón króna. Með í för hafa verið 1-3 fylgdarmenn.

Svarið í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert