Gefa frí í Kópavogi 19. júní

Frá Kópavogi.
Frá Kópavogi. mbl.is/Sigurður Bogi

Starfs­mönn­um Kópavogsbæjar verður veitt frí frá klukkan 13 þann 19. júní. Starfsmönnum gefst því kostur á að taka þátt í hátíðarhöldum sem skipulögð hafa verið til að fagna 100 ára af­mæli kosningaréttar íslenskra kvenna. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bænum. 

Þar segir ennfremur, að stofnanir Kópavogsbæjar verði lokaðar eftir hádegi en þjónusta sem varði öryggi, og neyðarþjónusta við íbúa verði veitt.

Þá hvetur Kópavogsbær starfsmenn sína til að taka þátt í hátíðahöldum sem hafa verið skipulögð í tilefni dagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka