Stjórnarandstæðingar biðjist afsökunar

Karl Garðarsson alþingismaður.
Karl Garðarsson alþingismaður. mbl.is/Eggert

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vill að þeir þingmenn sem hafa gagnrýnt flokkinn fyrir að vilja beita aðferðafræði kylfu og gulrótar í tengslum við losun fjármagnshafta sýni manndóm og biðjist afsökunar.

Á Alþingi í dag vísaði Karl til fréttar Morgunblaðsins um bandaríska lögmanninn Lee Bucheit, þar sem hann segir að það kæmi ekki á óvart ef áæltun stjórnvalda um afnám hafta yrði notuð í kennslubókum í framtíðinni.

Í fréttinni er haft eftir heimildarmanni að Bucheit nálgist málin með aðferðafræði kylfu og gulrótar, þ.e. aðferðafræði hörku eða umbunar. Í tilviki haftaáætlunarinnar er stöðugleikaskatturinn kylfan en gulrótin felst meðal annars í því að stjórnvöld greiða götu nauðasamninga með lagabreytingum.

Karl sagði að það hefði ekki verið lítið hlegið að frambjóðendum Framsóknarflokksins fyrir seinustu þingskosningar þegar þeir minntust á kylfu og gulrót í þessu sambandi. Pólitískir andstæðingar hefðu aldrei heyrt minnst á eins mikla firru. Annað hefði hins vegar komið á daginn.

„Framsóknarflokkurinn hefur nefnilega staðið við stóru orðin,“ sagði Karl.

Frétt Morgunblaðsins: Bucheit fylgdi ný nálgun

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka