Hollenska stúlkan enn í farbanni

Mæðgurn­ar komu til lands­ins á föstu­dag­inn langa með flugi frá …
Mæðgurn­ar komu til lands­ins á föstu­dag­inn langa með flugi frá Amster­dam. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Farbann yfir hollensku stúlkunni sem grunuð er um að hafa reynt að smygla um tuttugu kílóum af fíkniefnum til landsins hefur verið framlengt til 26. júní næstkomandi. Áður hafði henni verið bönnuð för frá Íslandi til 10. júní, eða þar til í gær.

Stúlkan er sautján ára gömul. Hún segist ekki hafa vitað af fíkniefnunum í farangri sínum. Móðir hennar hafi boðið sér til Íslands til að skoða landið og sá móðirin um að pakka farangri þeirra.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum stendur rannsókn málsins enn yfir en það teygir sig út fyrir landsteinana. Móðirin er í gæsluvarðhaldi en dóttirin er í umsjón barnaverndaryfirvalda.

Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þegar fyrst var óskað eftir farbanni yfir stúlkunni sagði að hún væri erlendur ríkisborgari sem virtist ekki hafa nein tengsl við land og þjóð og hún stundi hvorki atvinnu hér né eigi fjölskyldu eða vini hér á landi, aðra en móður sína sem hefur einnig stöðu sakbornings í málinu og sætir nú gæsluvarðhaldi. 

Af þessum sökum taldi lögregla hættu á að stúlkan muni reyna að komast úr landi eða leynast ellegar koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar gangi hún laus meðan mál hennar er til meðferðar hjá lögreglu. Að sama skapi taldi lögregla nauðsynlegt að tryggja viðveru kærðu hér á landi á meðan málið er til meðferðar innan refsivörslukerfisins. 

Fréttir mbl.is um málið: 

Hollensk stúlka í farbann

Mæðgur reyndu að smygla fíkniefnum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka