„Lög eru versta niðurstaðan“

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við þurfum að velta því mjög alvarlega fyrir okkur hvort það séu einhverjar líkur á að samningar geti náðst eftir níu vikna verkfall,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í gærkvöldi þegar hann var spurður hvort sett yrðu lög á kjaradeilu BHM við ríkið.

Ríkissáttasemjari sleit viðræðum skömmu fyrir klukkan 22 í gær eftir 13 klukkustunda viðræður í húsakynnum ríkissáttasemjara. „Það er kjarnaatriði í þessari deilu að það er verið að óska eftir kjarabótum sem eru talsvert umfram það sem almenni markaðurinn hefur samið um,“ sagði Bjarni.

Fundi í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga var einnig slitið í gær og hefur annar fundur ekki verið boðaður. Spurður um stöðuna í kjaradeilu þeirra í Morgunblaðinu í dag segir Bjarni að þær viðræður séu mjög erfiðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert