„Hræddur um að þetta muni hafa mjög slæm áhrif á heilbrigðiskerfið“

Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. mbl.is/Golli

Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir boðaða lagasetningu á verkfallið mikil vonbrigði.

Frétt mbl.is: Lög sett á verkföllin

„Þetta eru mikil vonbrigði og ég er hræddur um að þetta muni hafa mjög slæm áhrif á heilbrigðiskerfið,“ segir Ólafur.

Hann óttast, miðað við það sem hann hafi heyrt hjá hjúkrunarfræðingum, að þetta gæti leitt til uppsagna. „Miðað við það sem ég hef heyrt er ég hræddur um það. Ég get ekki svarað fyrir hvern og einn, en ég hef heyrt á mínu fólki að það muni ekki taka þessu þegjandi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert