Andlát: Halldór Halldórsson

Halldór Halldórsson.
Halldór Halldórsson.

Hall­dór Hall­dórs­son blaðamaður lést 11. júní á heim­ili sínu í Reykja­vík, 65 ára að aldri, eft­ir langa bar­áttu við lungna­sjúk­dóm.

Hall­dór fædd­ist á Ak­ur­eyri 1. júlí árið 1949. For­eldr­ar hans voru Sig­ríður Guðmunds­dótt­ir hús­móðir og Hall­dór Hall­dórs­son pró­fess­or en Hall­dór var yngsta barn þeirra af fimm.

Hann lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um í Hamra­hlíð 1970, nam þjóðfræði við Há­skól­ann í Lundi 1970-1971 og lauk BA-prófi í heim­speki og bók­mennta­fræði við Há­skóla Íslands 1977. Árið 1980 lauk hann svo MA-prófi í fjöl­miðla­fræði við Uni­versity of North Carol­ina at Chap­el Hill.

Starfs­fer­ill Hall­dórs hófst á Alþýðublaðinu sem próf­arka­les­ari frá 1965 til 1975 og sem fréttamaður hjá RÚV frá 1975 en þar starfaði hann með hlé­um fram til 1992 í ýms­um störf­um, sem fréttamaður, frétta­rit­ari í Banda­ríkj­un­um og dag­skrár­rit­stjóri. Hann var rit­stjóri Íslend­ings á Ak­ur­eyri 1982-84 og rit­stjóri Helgar­pósts­ins 1984-88 þar sem hann hafði starfað sem blaðamaður 1979.

Frá 1992 sinnti hann aðallega kynn­ing­ar­mál­um og fjöl­miðlaráðgjöf á eig­in veg­um en hann átti sæti í siðanefnd Blaðamanna­fé­lags Íslands og var um tíma vara­formaður þess.

Hall­dór læt­ur eft­ir sig sam­býl­is­konu, Ingi­björgu G. Tóm­as­dótt­ur, dótt­ur­ina Hrafn­hildi og stjúp­börn­in Tóm­as Frey og Gerði Ósk, auk sjö barna­barna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka