Mótmæla áformum um álver á Hafursstöðum

Frá Hafursstöðum.
Frá Hafursstöðum.

Stjórn Íslandshreyfingarinnar - lifandi lands, mótmælir harðlega áformum um að reisa álver í Skagabyggð. Í ályktun hreyfingarinnar segir að álverið muni krefjast allt að 500 megavatta orku úr öðrum landshlutum en Norðvesturlandi, eða sem nemur meira en þremur Blönduvirkjunum.

„Þessa orku mun þurfa annars staðar frá, jafnvel þótt virkjunum í Jökulsánum í Skagafirði og Blönduveitu verði bætt við virkjanakerfi landsins,“ segir í ályktuninni, sem Ólafur Þ. Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, skrifar undir.

Sveitarfélöginá Norður­landi vestra hafa sem kunnugt er und­ir­ritað sam­starfs­samn­ing við Klapp­ir Develop­ment ehf. um upp­bygg­ingu og rekst­ur á 120.000 tonna ál­veri á fyr­ir­huguðu iðnaðarsvæði við Haf­ursstaði í Skaga­byggð. Sveit­ar­fé­lög­in sem um ræðir eru Blönduós­bær, Húna­vatns­hrepp­ur, Húnaþing vestra, Sveit­ar­fé­lagið Skaga­strönd, Skaga­byggð og Sveitarfélagið Skaga­fjörður.  

Í ályktuninni segir að með virkjun Jökulsánna í Skagafirði yrði raskað víðlendu og einstöku lífríki flatlendis Skagafjarðar, eyðilagt eitt besta flúðasiglingasvæði Evrópu og víðernunum upp af Skagafirði umturnað.

„Villinganesvirkjun mun endast í mesta lagi í 80 ár, þrátt fyrir fullyrðingar um endurnýjanlega orku.

Samstarfssamningur við kínverskt fyrirtæki um álver við Hafursstaði bætist nú við einróma ivljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um risaálver í Helguvík og er ljóst að með hraðvaxandi þunga stóriðjustefnunnar er stefnt að því að fara hamförum um íslensk náttúruverðmæti, sem nú eru orðin undirstaða undir gjöfulasta atvinnuvegi þjóðarinnar,“ segir í ályktuninni.

Frétt mbl.is: Hvar á þetta nýja álver að vera?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka