Hálfur milljarður í jafnréttissjóð

Alþingishúsið við Austurvöll.
Alþingishúsið við Austurvöll. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Forystumenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi standa að tillögu til þingsályktunar um Jafnréttissjóð Íslands, í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt.

Sjóðurinn á að fá 100 milljónir króna á ári af fjárlögum næstu fimm árin, samtals hálfan milljarð.

Allt að helmingi af ráðstöfunarfé sjóðsins verður varið til verkefna sem tengjast stöðu kvenna í þróunarlöndum og stuðla að aukinni þekkingu hérlendis á stöðu þeirra. Þriggja manna stjórn sem Alþingi kýs verður yfir sjóðnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert