Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjast eindregið gegn hugmyndum um flutning á starfsemi Landhelgisgæslunnar frá Reykjavík.
Þetta kemur fram í grein Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í Morgunblaðinu í dag.
Þar segir hann að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hyggist flytja tillögu á fundi borgarstjórnar í dag þess efnis að búa eigi þannig að starfsemi Landhelgisgæslunnar í borginni, jafnt flugdeild sem skiparekstri stofnunarinnar, að hún nái að þróast og eflast.