Makrílveiðar allra stærða og gerða fiskiskipa háðar kvóta

Litlir bátar sem stór veiðiskip hafa sótt í makrílinn.
Litlir bátar sem stór veiðiskip hafa sótt í makrílinn.

Makrílveiðar smábáta og ísfiskveiðiskipa eru nú kvótasettar, samkvæmt nýrri reglugerð um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2015.

Þar með eru makrílveiðar allra gerða íslenskra fiskiskipa háðar aflaheimildum. Makrílveiðum smábáta hefur verið stýrt með sóknarmarki frá því að þær hófust árið 2010. Sjávarútvegsráðherra setti reglugerðina í fyrradag.

Stjórn Landssambands smábátaeigenda hefur lýst yfir fullu vantrausti á embættisfærslu sjávarútvegsráðherra og krefst þess að reglugerðin verði dregin til baka. Í reglugerðinni er miðað við að heildarmakrílafli íslenskra skipa verði 172.964 lestir á þessu ári. Það er nokkur aukning frá því í fyrra, þegar kvótinn var 167.826 lestir, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka