Víða lokað á morgun

Fjölskyldugarðurinn verður lokaður frá 13.00 til 18.00 samkvæmt tilkynningu.
Fjölskyldugarðurinn verður lokaður frá 13.00 til 18.00 samkvæmt tilkynningu. mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Leikskólar, félagsmiðstöðvar, frístundaklúbbar og frístundaheimili eru meðal þess sem lokað verður fyrr vegna hátíðarhalda morgundagsins. Þá verður því fagnað að hundrað ár eru liðin frá því að konur og vinnumenn, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt til Alþingis.

Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að ofangreindar stofnanir verða lokaðar eftir klukkan 12:00. Þá verður Þjónustuver Reykjavíkurborgar lokað frá klukkan 12, en þó opið í símveri til 16:15. Einnig verða skrifstofur Reykjavíkurborgar í Ráðhúsinu og við Höfðatorg lokaðar frá hádegi.

Opið verður í sundlaugum borgarinnar, en lokað hjá matvælaeftirliti, hundaeftirliti, byggingarfulltrúa og heilbrigðiseftirliti. Símavakt heilbrigðiseftirlitsins verður þó opin. Upplýsingamiðstöð ferðamanna, Árbæjarsafn, Landnámssýningin, Sjóminjasafnið, Kjarvalsstaðir, Hafnarhús og Ásmundarsafn verða hins vegar opin að venju. Fjölskyldugarðurinn verður lokaður frá 13:00 - 18:00.

Starfsfólk sorphirðunnar verður starfandi, ákveðinn hópur á hverfastöðvum, þeir sem sinna öryggisþjónustu s.s. umferðarljósaeftirliti ofl.

Tilkynning

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka