Anna Guðrún Jónasdóttir, prófessor í stjórnmála- og kynjafræði við Háskólann í Örebro í Svíþóð, var í gær gerð að heiðursdoktor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, fyrst allra.
Athöfnin fór fram á ráðstefnu háskólans í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna, þar sem hún flutti einnig erindi.
Anna Guðrún var líka fyrst íslenskra kvenna til að ljúka doktorsprófi við deildina og hljóta prófessorsstöðu í kynjafræði.