Stytta af Ingibjörgu afhjúpuð

Styttan af Ingibjörgu H. Bjarnason afhjúpuð.
Styttan af Ingibjörgu H. Bjarnason afhjúpuð. mbl.is/Golli

Rétt í þessu var afhjúpuð stytta af Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrstu konunni til þess að taka sæti á þingi á Íslandi, á Austurvelli við hátíðlega athöfn. Í máli forseta Alþingis, Einars K. Guðfinnssonar, kom fram að styttan væri jafnframt fyrsta heila höggmyndin af nafngreindri konu í Reykjavík.

Margmenni er nú á Austurvelli til þess að fylgjast með hátíðarhöldunum. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands hélt ávarp og kvenna- og stúlknakórar hafa sungið fyrir viðstadda. 

Gestir fylgjast með afhjúpuninni.
Gestir fylgjast með afhjúpuninni. mbl.is/Golli
Vigdís Finnbogadóttir flutti ræðu á Austurvelli í dag.
Vigdís Finnbogadóttir flutti ræðu á Austurvelli í dag. mbl.is/Golli
Kvenna- og stúlknakórar eru stór hluti af dagskránni á Austurvelli.
Kvenna- og stúlknakórar eru stór hluti af dagskránni á Austurvelli. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka