Lánið mun ekki duga

Mikill leki hefur verið Fnjóskadalsmegin í göngunum, en hann varð …
Mikill leki hefur verið Fnjóskadalsmegin í göngunum, en hann varð m.a. til þess að vinna stöðvaðist í um sex vikur. Einnig hefur vatn lekið Eyjafjarðarmegin, en þar er vatnið heitt. Kostnaðurinn við lekana er gífurlegur. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Eins og staðan lítur út núna mun kostnaður fara 14% fram úr áætlun og þá þarf aukið fé til að klára framkvæmdina. Stjórn fyrirtækisins á þó eftir að fara betur yfir málin og mun skila endurbættri rekstraráætlun í haust og þá mun staðan skýrast betur.“

Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, en í svari stjórnar Vaðlaheiðarganga við fyrirspurn fjárlaganefndar kemur fram að kostnaður vegna framkvæmdarinnar er talinn fara 1.500 milljónir fram úr áætlun.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Guðlaugur þó að taka þurfi fram að svör stjórnarinnar séu til eftirbreytni fyrir aðrar stofnanir. Hins vegar segir hann einnig alveg ljóst að ekki hafi verið vandað til verka við undirbúning af hálfu stjórnvalda; að gagnrýni hafi komið fram en á hana hafi ekki verið hlustað. Nú sé þó komið á daginn að sú gagnrýni hafi átt rétt á sér og úr þeirri stöðu verði að vinna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert