Aftur réttað í barnahristingsmáli

Hæstiréttur.
Hæstiréttur. mbl.is/Kristinn

Endurupptökunefnd hefur samþykkt að mál Sigurðar Guðmundssonar verði tekið aftur upp og réttað á ný í því.  Sigurður var dæmdur í 18 mánaða fangelsi árið 2003 fyrir að valda dauða níu mánaða gamals barns með því að hrista það.

Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Í viðtali við RÚV sagði Sigurður að málið hefði haft gífurleg áhrif á líf hans. Hann hlaut átján mánaða dóm og varð fyrir slysi í fangelsinu sem hann hefur þurft að takast á við síðan þá. Eins hafi málið leitt af sér hjónaskilnað og fjárhagserfiðleika.

Dr. Waney Squier, tauga- og meinafræðingur við John Radcliffe-sjúkrahúsið í Oxford, gaf skýrslu fyrir héraðsdómi í lok seinasta árs þar sem hann taldi frekari rann­sókn­ir hafa þurft til að skera úr um dánar­or­sök­ina og að ým­is­legt í sjúkra­sögu barns­ins gæti skýrt dauða þess.

Sigurður var dæmdur fyr­ir mann­dráp af gá­leysi með því að hafa með hrist­ingi eða öðrum hætti valdið dauða níu mánaða gam­als drengs sem hann hafði í dag­gæslu í Kópa­vogi í maí árið 2001. Það var mik­il mild­un á dómi Héraðsdóms Reykja­ness sem hafði dæmt hann í þriggja ára fang­elsi. Hæstirétt­ur féllst á niður­stöðu héraðsdóms um að áverk­ar drengs­ins hefðu sam­svarað svo­nefndu „shaken-baby syndrome“ sem nefnt hef­ur verið barna­hrist­ingur á ís­lensku.

Frétt mbl.is: Efast um barnahristingsdóm

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert