Alþingi minntist Péturs H. Blöndal

For­seti Alþing­is, Ein­ar K. Guðfinns­son, flutti minn­ing­ar­orð um Pét­ur H. Blön­dal, fyrr­ver­andi þing­mann Sjálf­stæðis­flokks­ins, í þing­inu í dag. Fór hann yfir lífs­hlaup Pét­urs og ekki síst störf hans á vett­vangi Alþing­is.

„Í öll­um störf­um sín­um var Pét­ur H. Blön­dal fá­dæma vinnu­sam­ur og sam­visku­sam­ur. Hann naut þing­mennsk­unn­ar, var bar­áttuglaður og lagði oft að baki lang­an vinnu­dag. Hann upp­skar virðingu fyr­ir dugnað og sérþekk­ingu meðal ann­ars á sviði stærðfræði, trygg­inga­fræði, í efna­hags­mál­um og fjár­mál­um al­mennt, og ekki síður fyr­ir heiðarleika sinn og hófstillta og sann­gjarna fram­göngu í umræðum, bæði í þing­söl­um og í nefnd­um Alþing­is, sem aflaði hon­um vin­sælda utan og inn­an þings,“ sagði Ein­ar meðal ann­ars í er­indi sínu.

Eft­ir að hafa lokið við minn­ing­ar­orðin bað þing­for­seti þing­heim að minn­ast Pét­urs með því að rísa úr sæt­um sín­um.

Minn­ing­ar­orð for­seta Alþing­is:

„Þær fregn­ir bár­ust í gær að einn úr okk­ar hópi, Pét­ur H. Blön­dal, 4. þingmaður Reykja­vík­ur­kjör­dæm­is suðurs, hefði and­ast á heim­ili sínu að kvöldi síðastliðins föstu­dags, þá ný­lega 71 árs að aldri. Bana­mein hans var krabba­mein sem hann hafði strítt við um nokk­urra ára skeið af miklu æðru­leysi og hug­rekki. Hann sat þing­fundi fram und­ir páska, var síðast í ræðustóln­um hér 5. mars, lét með öðrum orðum ekki und­an síga fyrr en kraft­ar voru að fullu þrotn­ir.

Pét­ur H. Blön­dal var fædd­ur í Reykja­vík 24. júní 1944. For­eldr­ar hans voru Har­ald­ur H. J. Blön­dal, sjó­maður og verkamaður, og Sig­ríður G. Blön­dal skrif­stofumaður. Hann lauk stúd­ents­próf frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík árið 1965, diplom-prófi í eðlis­fræði, stærðfræði og tölvu­fræði við Köln­ar­há­skóla 1968 og öðru diplom-prófi í hag­nýtri stærðfræði, lík­inda­fræði, töl­fræði, trygg­inga­stærðfræði og alþýðutrygg­ing­um við Köln­ar­há­skóla 1971. Doktors­próf tók hann við sama há­skóla árið 1973.

Heim­kom­inn frá námi varð Pét­ur sér­fræðing­ur við Raun­vís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands og jafn­framt stunda­kenn­ari við skól­ann fram til árs­ins 1977. Það ár varð hann for­stjóri Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna, fram til árs­ins 1984, er hann varð fram­kvæmda­stjóri Kaupþings hf. sem hann stofnaði ásamt öðrum tveim­ur árum fyrr. Því starfi gegndi hann til 1991 er hann seldi hlut sinn og varð kenn­ari við Versl­un­ar­skóla Íslands þangað til hann var kjör­inn á þing 1995.

Pét­ur H. Blön­dal varð rúm­lega þrítug­ur landsþekkt­ur fyr­ir störf sín í fjár­mála­lífi, einkum að trygg­inga- og líf­eyr­is­mál­um þar sem sérþekk­ing hans lá. Hann varð frum­kvöðull á mörg­um sviðum viðskipta. Hann lét svo um mælt að með stofn­un Kaupþings hefði ætl­un­in verið að gefa al­menn­ingi kost á að ávaxta og varðveita fé sitt á tím­um mik­ill­ar verðbólgu og óstöðug­leika í efna­hags­mál­um. Hann fékkst við fjár­fest­ing­ar og verðbréfaviðskipti en hvatti þó jafn­an til aðgæslu með fé, bæði ein­stak­linga og hins op­in­bera, og barst sjálf­ur lítt á í einka­lífi. Ráðdeild­ar­semi var hon­um í blóð bor­in. Hann lagði ætíð áherslu á frelsi og ábyrgð ein­stak­ling­anna um leið og hann beitti sér fyr­ir fé­lags­leg­um um­bót­um í þágu þeirra sem á þurftu að halda.

Fram að því að Pét­ur sett­ist á þing tók hann mik­inn þátt í fé­lags­störf­um á sviði trygg­inga­mála og al­mennra viðskipta sem ekki verður frek­ar rakið hér. Jafn­framt ritaði hann grein­ar í blöð og tíma­rit um hugðarefni sín og viðfangs­efni og fékkst við kennslu. Hann sat m.a. í stjórn Fé­lags ís­lenskra trygg­inga­fræðinga um ára­bil. Hann átti sæti í stjórn ým­issa fyr­ir­tækja og fé­laga og skal aðeins nefnt bankaráð Íslands­banka hf. 1994–1995 og stjórn SPRON 2003–2004.

Pét­ur Blön­dal hlaut gott braut­ar­gengi í próf­kjöri síns flokks, Sjálf­stæðis­flokks­ins, þegar hann fyrst bauð sig fram, fyr­ir alþing­is­kosn­ing­ar 1995, og raun­ar æ síðan. Sat hann sam­fellt á Alþingi frá 1995 til dauðadags, á 26 lög­gj­arfarþing­um alls. Pét­ur rak aldrei skipu­lega kosn­inga­bar­áttu í próf­kjör­um og kvaðst aldrei hafa beðið nokk­urn mann um að kjósa sig. Árang­ur hans var hins veg­ar ætíð góður, enda naut hann mik­ils álits fyr­ir skýr­an og sjálf­stæðan mál­flutn­ing sem átti góðan hljóm­grunn víða. Ekki fór hann alltaf troðnar slóðir, en eft­ir skoðunum hans var hlustað af at­hygli, jafnt af póli­tísk­um sam­herj­um sem öðrum. Hann var frum­leg­ur í hugs­un og ætíð op­inn fyr­ir nýj­um hug­mynd­um í stjórn­mál­um. Þess­um hug­mynd­um tefldi hann ótrauður fram og lét sig engu varða hvort þær væru til vin­sælda falln­ar eður ei.

Á vett­vangi Alþing­is vann Pét­ur Blön­dal mest í efna­hags- og viðskipta­nefnd og var á all­mörg­um þing­um formaður henn­ar, en hann átti líka sæti í nefnd­um sem feng­ust við hús­næðismál, heil­brigðismál og trygg­inga­mál. Hann tók þátt í alþjóðlegu starfi þing­manna og sat í Íslands­deild þings Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­un­ar Evr­ópu, var þar formaður lengi og áhrifamaður á vett­vangi sam­tak­anna.

Í öll­um störf­um sín­um var Pét­ur H. Blön­dal fá­dæma vinnu­sam­ur og sam­visku­sam­ur. Hann naut þing­mennsk­unn­ar, var bar­áttuglaður og lagði oft að baki lang­an vinnu­dag. Hann upp­skar virðingu fyr­ir dugnað og sérþekk­ingu meðal ann­ars á sviði stærðfræði, trygg­inga­fræði, í efna­hags­mál­um og fjár­mál­um al­mennt, og ekki síður fyr­ir heiðarleika sinn og hófstillta og sann­gjarna fram­göngu í umræðum, bæði í þing­söl­um og í nefnd­um Alþing­is, sem aflaði hon­um vin­sælda utan og inn­an þings.

Við alþing­is­menn kveðjum nú ær­leg­an og góðan fé­laga og ákaf­lega minn­is­stæðan mann sem við öll sökn­um á þess­ari stundu.

Ég bið þing­heim að taka und­ir orð mín og minn­ast Pét­urs H. Blön­dals alþing­is­manns með því að rísa úr sæt­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert