Bjarni: Mikil eftirsjá að Pétri Blöndal

Pétur H. Blöndal, fyrrverandi alþingismaður.
Pétur H. Blöndal, fyrrverandi alþingismaður.

Það er mik­il eft­ir­sjá að Pétri, en hann get­ur verið stolt­ur af ævi­starfi sínu og þeirri fyr­ir­mynd sem hann var og verður með hug­sjón­um sín­um, vinnu­semi og trú­festi,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra og formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, á Face­book-síðu sinni í dag þar sem hann minn­ist Pét­urs H. Blön­dals, fyrr­ver­andi þing­manns flokks­ins, sem lést á föstu­dags­kvöldið 71 árs að aldri eft­ir bar­áttu við krabba­mein.

„Pét­ur Blön­dal var mik­il­væg­ur talsmaður sjálf­stæðis­stefn­unn­ar og traust­ur liðsmaður þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins í tvo ára­tugi. Hann skapaði sér þar sér­stöðu á ýms­um sviðum með sérþekk­ingu sinni, mennt­un og brenn­andi áhuga, til að mynda í mál­efn­um líf­eyr­is­sjóða, ör­yrkja og aldraðra, þar sem hann lét sér­stak­lega til sín taka, auk efna­hags­mála í víðu sam­hengi,“ seg­ir Bjarni enn­frem­ur. Sjálf­ur hafi hann fengið að njóta þess að eiga sam­starf við Pét­ur á Alþingi í tólf ár.

„Þótt hann hafi verið kom­inn yfir sjö­tugt átti hann enn, að eig­in mati, margt eft­ir ógert sem þingmaður. Það er mik­il eft­ir­sjá að Pétri, en hann get­ur verið stolt­ur af ævi­starfi sínu og þeirri fyr­ir­mynd sem hann var og verður með hug­sjón­um sín­um, vinnu­semi og trú­festi. Með þakk­læti kveð ég Pét­ur Blön­dal og votta fjöl­skyldu hans samúð mína vegna frá­falls hans.“

Frétt mbl.is: Pét­ur Blön­dal lát­inn

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert