„Það er mikið áfall að heyra af þessu og maður er ekki alveg búinn að átta sig,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs í Hafnarfirði, um áhrif þess fyrir Hafnarfjörð að Actavis hefur ákveðið að færa lyfjaframleiðsluna úr landi eftir tvö ár.
Rósa segir að það sé mikið áfall fyrir Hafnarfjörð og dapurlegt þegar svona margir missa vinnuna.
„Það er líka slæmt að þessi starfsemi skuli vera að fara úr landi. Ég vona að einhver sjái sér hag í því að taka aðstöðuna yfir og nýta þekkingu starfsfólksins þannig að starfsemin geti haldið áfram,“ segir Rósa í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.